Jæja kæru veiðifélagar þá fer sísonið að fara af stað. Mig er búið að klægja í gikkputtan síðan að svartfuglinum lauk í vor, en ég hef reynt að róa mig niður með því að skjóta leirfugla í sumar. Það eru spennandi tímar framundan hjá mér, ég er að þjálfa veiðihund sem gengu mjög vel. Hann er það ungur enþá að hann missir af þessu tímabili í gæsinni, en hann fær að sækja nokkrar rjúpur í haust það er á hreynu.

Það væri gaman að heyra frá fleira skotveiðifólki.
Kveðja