Laxveiðin árið 2005 var með besta móti. Met var slegið og það veiddust 53.500 laxar sem er um 7.600 fleiri laxar en veiðst hafa að meðaltali síðustu tuttugu árin. Gamla metið var frá árinu 1978. Þá veiddust 52.679 laxar.

Hér kemur svo listi yfir topp þrjátíu árnar í sumar.


1 Eystri-Rangá 4153 Metveiði
2 Þverá og Kjarrá 4151 Metveiði
3 Norðurá 3138 Metveiði
4 Ytri-Rangá 2760
5 Selá í Vopnafirði 2318 Metveiði
6 Hofsá og Sunnudalsá 1955
7 Langá 1917
8 Laxá í Dölum 1885
9 Víðidalsá og Fitjá 1730
10 Blanda 1620
11 Miðfjarðará 1571
12 Laxá í Kjós 1545
13 Grímsá og Tunguá 1480
14 Vatnsdalsá 1294
15 Haffjarðará 1291 Metveiði
16 Laxá í Leirársveit 1235
17 Laxá í Aðaldal 1036
18 Elliðaár 948
19 Breiðdalsá 810 Metveiði
20 Leirvogsá 744
21 Hítará 706 Metveiði
22 Laxá á Ásum 703
23 Haukadalsá 685
24 Straumfjarðará 645
25 Hrútafjarðará og Síká 518
26 Fnjóská 460
27 Langadalsá 440 Metveiði
28 Stóra-Laxá í Hreppum 430
29 Flókadalsá 410
30 Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi 389

Athygli vekur að það munar aðeins tveimur löxum á Þverá/Kjarrá og Eystri Rangá.
Metveiði var í þremur efstu ánum og í sjö ám samtals.

Leirvogsá var með flesta laxa veidda á stöng, eða 372 á stöng yfir sumarið. Í öðru sæti var Laxá á Ásum með 352 laxa veidda á hvora stöng yfir sumarið.

Þetta eru aðeins bráðbirgðatölur og röðin á ánum getur breyst.
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.