Vötnin sunnan Tungnár Vötnin sunnan Tungnár eru 12 talsins og þau eru staðsett uppá hálendinu. Þau heita: Blautaver, Dómadalsvatn, Eskihlíðarvatn, Frostastaðavatn, Herbjarnarfellsvatn, Hnausapollur (Bláhylur), Hrafnabjargavatn, Kílingavötn, Lifrarfjallavatn, Ljótipollur, Löðmundarvatn og Sauðleysuvatn. Vötnin eru jafn mismunandi og þau eru mörg. Ég ætla hér að lýsa þeim vötnum sem ég hef veitt í þarna uppfrá.

Ljótipollur

Ljótipollur er ef til vill frægasta vatnið á svæðinu. Ljótipollur er staðsettur í djúpum gíg. Niður að vatninu er erfitt að ganga af því að það er mjög bratt og laus rauðamöl sem labbað er í. Í Ljótapolli er eingöngu urriði. 1,5 - 4 pund. Þegar ég fór þangað fékk ég einn 1.5 punda fisk. Ég mæli með þessu vatni fyrir þá sem nenna að labba! Árið 2005 veiddust 257 fiskar sá stærsti 4.8 pund og meðaltalið 1.4 pund.

Frostastaðavatn

Frostastaðavatn er stærsta vatnið á svæðinu. Í því er bæði bleikja og urriði en mun meira er af bleikjunni. Hægt erað keyra alveg niður að vatninu en smá labb er að bestu veiðistöðunum. Ég hef alltaf farið í Frostastaðavatn þegar ég hef farið og aldrei farið fisklaus heim. Ég mæli með því að nota spún þarna. Árið 2005 veiddust 645 fiskar sá stærsti 4 pund og meðalþyngd 1.1 pund.

Löðmundarvatn

Löðmundarvatn stendur rétt hjá Landmannahelli sem er gististaður flestra sem eru að veiða í vötnunum. Þetta er vatnið sem flestir hafa sótt í síðustu ár og hefur fiskurinn farið stækkandi. Í vatninu er bara bleikja 1 - 4 pund. Hægt er að aka alveg að vatninu. Árið 2005 veiddust 1172 fiskar sá stærsti 5.6 pund og meðalþyngd 1 pund.

Blautaver

Blautaver er eina vatnið sem er með sjóbleikju en vatnið er tengt Tungná. Þegar mikið leysingarvatn er í Tungná þá er vatnið mjög jökullitað og veiði slæm. Hægt er að aka alveg að vatninu. Gott er að vera í vöðlum þegar veitt er í Blautaveri. Árið 2005 veiddust aðeins 26 fiskar sá stærsti 1.4 pund og meðalþyngd 0.5 pund.

Dómadalsvatn

Í Dómadalsvatni er aðeins urriði 1 pund og uppúr. Það er hægt að keyra alveg að vatninu. Ég mæli með spún í þessu vatni. Fyrir nokkrum árum er talið að vatnið hafa botnfrosið og var sleppt urriðum í það. Árið 2005 veiddust 31 fiskur sá stærsti vó 4 pund og meðalþyngdin var 1.8 pund.

Veiðileyfi í vötnin er hægt að kaupa að Skarði í Landssveit og ég held að þau kosti 1500 krónur.

Myndin er frá Frostastaðavatni.
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.