Veiðisumarið mitt
Ég áhvað líka að skrifa smá um mínar veiðiferðir í sumar eins og imbakassi og tiger12 gerðu.
Ég fór nú ekkert mikið að veiða í sumar en ég fór þó nokkra túra t.d í Mýrarkvíslina, Svarvaðadalsá og Héðinsfjarðará.

Í kringum 20. júlí þá fór ég með fjölskyldunni í laxveiði í Mýrarkvísl sem rennur útí Laxá í Aðaldal. Þetta er mjög skemmtileg á. Ánni er skipt í 3 svæði sem eru mjög fjölbreitt, mikið af gljúfrum á 2. svæði þar sem er erfitt er að veiða og breiðum á 3. svæði, jæja næog um það. Við fengum 6 laxa þar sem voru frá 4,5 – 8 pund.

Næst fór ég síðan í Svarvaðardalsá sem er rétt hjá Dalvík í Eyjafirði. Ég og afi fengum fjóra sem voru frá 1,5 – 2,5 pund bæði urriðar og blekjur.

Eftir það fór ég til frænda míns sem býr á Siglufirði. Hann var nýbúinn að fjárfesta í zodiak og við fórum nokkrusinnum út á fjörðinn með sjóstöng þar sem við mokuðum upp þorski og ufsa þó við vildum heldur ýsu.
Eftir að hafa verið á Sigló í 2-3 daga áhváðum við að labba yfir í Héðinsfjörð og gista þar yfir nóttina. Labbið tók 4. tíma og var frekar þreitandi því við vorum báðir klifjaðir af veiðidóti og vistum.
Þegar við komum niður í fjörðinn fundum við okkur svefnstað og chilluðum bara það sem eftir var af deginum. Daginn eftir héldum við af stað inn dalinn í átt að ánni. Það er alveg sæmilegasti göngutúr og svolítið langt. Í ánni var hellingur af fiski, alveg heilu torfurnar í hyljunum. Við eyddum einhverjum 3-4 tímum í veiði en fengum bara fjórar ágætis bleikjur því þetta var svo stiggt allt saman. Löbbuðum síðan heim um 4 leitið.

Þetta var mitt veiðisumar og það var alveg hel*íti skemmtilegt;). Vona að þið hafið notið þess að lesa þetta og ég biðs velvirðingar á staf. Villum.

kv. Reichsmarschall