Það sem hefur verið að fara svolítið í taugarnar á mér í sambandi við umræðuna um laxatölur í ár, eins og fyrri ár er Rangárnar.
Það sem margir virðast ekki gera sér grein fyrir þegar þeir eru að segja að Rangárnar séu að sigla fram úr öðrum ám er sú staðreynd að Rangárnar eru ekki samanburðarhæfar við aðrar ár, einfaldlega vegna þeirrar staðreyndar að megin þorri aflans í Rangánum er sleppifiskur. Náttúrulegi laxastofninn í Rangánum er einfaldlega ekki upp á marga fiska. Það að bera Rangárnar saman við alvöru laxveiðiár eins og Norðurá eða Þverá/Kjarrá er eins og að halda því fram að Reynisvatn sé fengsælasta silungasvæðið á landinu!
Í mínum huga er það sem sagt Norðurá sem hefur vinninginn í sumar eins og í fyrra sumar.