Vífilstaðavatn er búið að gefa vel síðustu tvær vikur. Flugan er farin að klekjast og fiskur er nánast alltaf uppi. Verður eflaust rosa fjör í Elliðavatni 1. maí. :)
Vívó fiskurinn er mest allur í kringum pundið en þar leynast einnig stærri bellir sem borða pundara í morgunmat…
Þingvellir eru eitthvað farnir að gefa og eru sögur af allt að 7 punda belju sem kom upp um páskana og ein 5 punda á Öfugsnáða í fyrradag. Annars eru ekki margir fiskar komnir á land þarna því ennþá er vatnið rosalega kalt. Jarðvegur er ennþá mjög blautur og endilega ef þið eruð eitthvað að labba þarna, ekki vera að sulla mikið í drullunni á göngustígunum :)