Gleðilegt ár veiðifélagar

Jæja hvernig er það er fólk byrjað að skipuleggja veiðisumarið 2004. Við félagarnir erum að spá hvert á að fara en það er frekar snúið þar sem að ekki vilja allir fara þar sem eingögnu er leifð fluguveiði. Mig langar að kíkja í Minnivallalæk en þar er eingöngu leifð fluguveiði, sem er í góðu lagi mín vegna. Skagaheiðin er líka góður kostur og þar er alltaf fiskivon.

Við fórum í Hörgsá síðasata sumar 14-17 ágúst og það er skemmst frá því að segja að það var allt stein dautt þar. vorum með 4 stangir í 3 daga og fengum ekki högg. Það var allt prófað þ.e. maðkur, spúnn og fluga en ekkert gerðist. Svo f´rettum við af fólki sem var þarna í byrjun sept og það var að fá eitthvað smotterí.

Ef einhver er með góða hugmynd að veiði næsta sumar þá endilega láta það flakka hér.

kv
Ajaxinn
Kveðja