Ég er með mjög mikla veiðidellu og fer að veiða á hverju sumri og það er frábært að það skuli vera kominn alveg spes svæði fyrir Veiði hér á huga.


En nóg um það ég fór mikið að veiða þetta sumar sem leið og fór ég aðalega í Hvamsvík í silungaveiði og komst því lítið í laxveiði þetta sumarið. Það má segja að ég hafi farið svona 3-4 í viku uppí hvamsvík í sumar og var það oftast mjög skemtilegt. Í hvamsvík eru líka þessar vænu bleikjur og einstaka urriðar og stundum veiðast nokkrir laxar. Ég held að stærsta bleikja sem ég dróg að landi í hvammsvík hafi verið 6pund og rúmlega það. Þeir sem vita ekki hvar Hvammsvík er þá er hún í Hvalfirði. :) Það eru í raunini bara tveir gallar sem ég get fundið við hvammsvík það er að vatnið er jú salt og þetta er náttúrulega eldisfiskar. En Þessar stóru bleikjur berjast þó alveg vel. Ég vill taka það fram að ég veiði eiginlega bara á flugu.
Ég fór aðeins í eina laxveiði sumarið sem leið og leiðin lá í Norðurá II og fór ég þangað með karli föður mínum sem er jú reyndur veiðimaður og hefur starfað sem guide í Grímsá í Borgarfirði. Þetta sumar hafði einkennst að vatnsleysi í ám og var Norðuráin engin undantekning þar. Það var ekki mikið vatn í ánni þegar við mættum á staðinn en þó alltílæ eins og maður segir. Ég hafði gert mér miklar vonir því seinasta sumar fórum við þarna og þá fékk ég 4 væna laxa og faðir minn 2 væna.
Að sjálfsögðu var það tímabil í ánni þar sem bara mátti bara veiða með flugu og gerir það veiðina bara skemtilegri.
Við urðum strax varir við smá líf en ekki vildi laxinn taka og það var það sama uppá teningnum allan daginn þangað til að það kom pása. Í pásunni fórum við uppí veiðiskála og rákumst við þá á stöng sem þeir á undan höfðu gleymt því hún var út á palli. Eftir nánari skoðun kom í ljós að þetta var maðkastöng og menn voru ekki mjög hrifnir af því þar sem það mátti bara veiða með flugu. Síðan komu ýmsir hlutir í ljós sem bentu til þess að það hefði verið búið að nota maðkin útí á sem er náttúrlega stranglega bannað á þessum tíma. Veiðivörðurinn tjáði okkur það að það hefði verið ýmislegt grunsamlegt í gangi með sum holl sem höfðu verið á undan. En eftir pásu og gott spjall við veiðivörðinn fórum aftur útí á og lítið gékk. Það endaði þannig að við þurftum að yfirgefa svæðið með öngulinn í rassinum en þó getur maður huggað sér við það að það er alltaf gaman að vera í laxveiði. Það var leiðinlegt jú hvað var lítið vatn í ánni en þetta er eithvað sem veiðimenn voru mjög smeikir með í byrjun sumars og enda ekki furða.
Ég vona að þið hafið haft gaman af að lesa þetta því mér fannst gaman að geta lagt smá inlegg hér.
Einnig vill ég gangrýna þá menn sem haga sér eins og vitlisíngar og ganga ekki almenilega um í náttúrnni í kringum árnar, þ.e.a.s. sem skilja eftir rusl og svona út um allar trissur. Það er mjög leiðinlegt að koma að ánni svoleiðis. Þið veiðimenn sem eruð að nota eithvað annað agn en er leyfilegt á þeim tíma hættið því. Þ.e.a.s. Ef bara má veiða á flugu þá gerið þið það ! þið lærið alveg aðvþí að fara tómhentir heim eða veiða ekki neitt ef þið séuð sleppi-týpur.
Vonum að næsta sumar verði brilliant.
Takk fyrir..