Sælir veiðimenn, ástæða skrifa minna er megn óánægja með veiðiáhugamálið á Hugi.is. Nú er sennilega meira en vika liðin síðan síðast kom nýtt efni hérna inn, sennilega lengra síðan síðasta grein var skrifuð hér inn.

Í ljósi þess sem gengið hefur yfir veiðimenn síðustu daga þykir mér alveg ótrúlegt að enginn láti í sér heyra. Er öllum sama um það að eldislax sleppi úr kvíum og vaði upp íslenskar ár, vitandi hvernig sú reynsla hefur farið með árnar í nágrannalöndunum. Er öllum sama um það að rjúpan verði bönnuð til 3 ára án þess að nægjanleg rök séu fyrir banninu. Er mönnum virkilega sama um það að vegna áætlaðs rjúpnabanns eru menn hugsanlega að ofveiða grágæsina?

Á léttari nótunum þá er veiðitímabilinu í flestum ám og vötnum landsins lokið og þá væri nú gaman ef að menn ættu sögu eða tvær að segja, svona rétt til að gera biðina eftir næsta tímabili léttbærari..:) Og jafnvel að menn segðu frá hvernig hefur gengið á veiðislóð í gæsinni.

Það að þetta áhugamál sé lifandi og skemmtilegt veltur jú alfarið á okkur, notendum vefsins. Í könnuninni segja um 75%a ð því miður þá sé þessi vefur ekki að skána, hvernig væri að gera e-ð í því!

Endilega farið að láta í ykkur heyra.

kveðja, Bruce.