Ég er búinn að vera að spá í svolítinn tíma að fá mér einhvern góðan veiðihund. Einhvern sem ég get þjálfað þá upp og tekið hann auðvitað með mér í veiðina. Ég hef verið að fara eithvað á gæs en fengið lítið sem ekkert og það bara með mannlegum félugum. Fór í fyrra á gæs og þar var einn félagi minn með hund með sér og tók ég strax eftir því hvað það léttir manni lífið í veiðinni og svo er bara meiri fílíngur í að vera með hundinn við hlið sér þegar maður röltir um holt og hæðir.

Ef þið hafið einhverjar hugmyndir um tegundir og annað og einhverjir sem hafa kanski reynslu af þessu, meiga endilega deila því hérna með okkur hinum sem hafa áhuga.

Kveðja, Steini