Tekið af www.veidi.is
Silungur er ekki bara soðning eins og ég hélt einu sinni. Silungur og þá helst sjógenginn er eitthvað besta hráefni til sælkeraveislu sem völ er á að mínu mati.

Þessi uppskrift er ekki flókin enda hráefnið sem gerir gæfumuninn.

Fiskurinn er flakaður og beingarðurinn fjarlægður (það gera allir sannir sælkerar). Hvítlaukur pressaður út í ólífuolíu (magn eftir smekk) flökin lögð í grillbakka og penslað með hvítlauknum yfir. Kryddað með “fiskkrydda” kryddi og svolitlu smjöri smurt yfir.

Þetta er svo reykgrillað þ.e. Hickory spænir eru settir í litlar álpappírskúlur bleyttar og sett undir grindina á grillinu. Þegar byrjar að rjúka úr grillinu eru flökin sett á grillið sem er stillt á hálfan hita og lokað. Grilltími er stuttur, alls ekki má grillla of lengi, þá er allt ónýtt.

Sósan er líka einföld. Hvítlauksostur eða piparostur er rifinn niður og soðinn upp í rjóma þangað til það fer að þykkna.

Svo er nauðsynlegt að hafa með þessu grænmeti, nýtt og ferskt, má blanda á ýmsan veg og setja fetaost útí.

Að lokum nýjar kartöflur.

Þetta get ég sagt ykkur er algjör yammy.
Elinerlonli skrifaði: