Einu sinni vorum ég, mamma, afi, Kristín, Ingunn, Dagný, Ægir, Darri, Róbert, Sólrún og Eyþór að veiða. Þetta vatn hafði ekki verið notað lengi vegna þess að í vatninu var alltaf svo léleg veiði. Við keyrðum upp í sveit og fórum að sofa. Daginn eftir fórum við að hafa okkur til í veiðiferðina.Við (ég, mamma, Kristín, Ingunn, Dagný, Ægir, Darri, Róbert og Eyþór) við gengum svo hægt og róglega upp pínuberkku sem er þarna. Sólrún og afi voru bara eftir heima. Við rétt röltum upp brekkuna vegna þess að Róbert (sem er yngstur bara 5. ara.) gat ekki labbað rosalega hratt. Við stoppuðum sem sagt oft enn frekar stutt alltaf. Þegar við vorum komin upp í vatn þá fórum við að láta saman veiðistangirnar. Dagný kom fyrst stöng út. Mamma hennar hún Ingunn kastaði líka þessu góða kasti ennn það fór nú samt ekkert rosalega langt út. Enn ekki líður á löngu þangað til það bítur á hjá Dagnýu. Það var þessi líka vænsti silungur. Svona hélt þetta áfram í svona 3-4 klukkutíma. Enn þá á endanum vorum við komin með 32 fiska og þar af 6 í net enn hina á stöng. Á leiðinnni heim vorum við bara með 2 poka. Enn þessir pokar voru ekki nóg fyrir 32 fiska. Á leiðinni siltnuðu pokarnir og fiskurinn fór út um allt. Enn við notuðum úlpuna hennar mömmu til að láta undir annan poka og Ingunn hélt bara undir hinn pokann. Þegar við komum heim trúðu Sólrún og afi ekki sínum eigin augum. Þetta fannst þeim ótrúlegt.
Nokkrum vikum seinna þá bauð svo Ingunn okkur í mat og þá var þessi líka góði silungur í matinn. Grillaður. Mismunadi var hvernig silungurinn var borðaður. Sumir stöppuðu smjöri, sumir stöppuðu karteflum og sjöri enn ég fékk mér nú bara tómatsósu og borðaði fiskinn með bestu list!!
Halló allir saman. Hvað segiru? ég er til í allt ´þið vitið það