Geddureynsla mín Ég ætla hér að birta sögu af því þegar ég veiddi fyrst geddu.
Það var í sumarfríi í Finnlandi í fyrra. Við vorum í hálfkláruðum bústöðum sem að bróðir eiginmanns vinkonu mömmu minnar á. Við vorum mjög dugleg að veiða og róa í vatninu sem var þarna. Við fórum stundum mjög langt út á vatnið með stangirnar og reyndum að krækja í þá stóru. Til að byrja með fengum við nokkra bleikjutitti en það var næstum hinumegin á vatninu (þetta var nú alveg nokkuð stórt vatn) og ég, systir mín og sonur vinkonu mömmu gátum ekkert farið Þangað sjálf. Við þrjú róuðum yfirleitt einhverja 30-35 metra út á vatnið en fengum ekki svo mikið sem fikt. Svo fórum ég, systa og pabbi einstaka sinnum á sérstakan stað og prufuðum aðeins að kasta. Við bjuggumst reyndar ekki við meiru en 1-2 tittum en eftir svona 6-7 mínútur beit á hjá systu ein á að giska 7 punda gedda. Það var mikið barist og við þurftum að róa dáldið á eftir henni, bæði til að hún sliti ekki línuna og við gátum auðvitað ekki notað mótorinn, því þá hefði geddan skitið á sig og slitið umsvifalaust því stangirnar voru ekki þær bestu. Eftir um 10 mínútna baráttu nær hún að sleppa en sem betur fór náði hún ekki spúninum með sér. En eftir bara tæpar 3 mínútur beit ein ennþá stærri á hjá mér og hún barðist enn meira. Hún stökk upp á yfirborðið u.þ.b. 6 sinnum og eftir lengri baráttu en fyrr fór hún að þreytast því við höfðum togað þegar hún hafi slappað af og þá fríkað út og við slepptum þá út mikilli línu til að gefa henni pláss og við gerðum þetta þangað til hún var uppgefin. Svo kom að því að ég landaði henni. Við vigtuðum hana og hún reyndist vera (að mig minnir) 9 pund, kannski ekkert með stærstu geddum en ég var þó nokkuð stoltur þar sem þetta var fyrsta geddan sem ég veiddi.
Kv, Eina