Það var skondin fréttin í sjónvarpinu í gær frá einhverjum hundaeigendum, um að einungis þeir sem ættu veiðihunda ættu að hafa leyfi til að skjóta rjúpur.
Hvað halda þessir menn að þeir séu. Skyldi það vera 50 hver rjúpnaskytta sem á hund? Þá er nú hægt að fara að tala um verulegt forréttindasport.

Málið er að veiðimenn þurfa að vera ábyrgir gerða sinna. Það þarf að kenna mönnum vinnubrögð og siðfræði veiða um leið og byssuleyfi er fengið. Það þarf líka að kenna þeim að verka og borða það sem verið er að skjóta. Ekki bara að þjóna drápseðlinu.