Elliðavatn er eitt af uppáhalds vötunum sem mínum en samt hef ég aldrei veitt fisk í vatninu.

Ég og pabbi minn förum oft eftir að hann er búinn að vinna upp í Elliðavatn að veiða en aldrei hef ég sett í fisk þar samt fer ég þangað 1-2 í viku.

Eitt skiptið uppi á vatninu var fiskurinn að vaka út um allt vatn en tók ekki fluguna,ég notaði kastöngina mína Daiwa,sem er
miklu eldri en ég og ég er 13 ára,og henti með flugu og flotholti en það virkaði ekki svo ég setti spón undir en fiskurinn leit ekki við honum þá tók ég upp flugustöngina og setti á þurrflugu
og hélt að núna myndi fiskur koma í hverju kasti en ekkert gerðist þá setti ég straumflugu en ekkert gerðist þá fékk ég mér kók og stikki og henti pínu meira en ekkert kom á færið þá fór ég heim að sofa.