Mér finnst Leiðinlegt hvað er lítið talað um þessa frábæru á sem ég hef farið nokkrum sinnum í á hverju sumri frá því að ég var 4 ára(er að verða 14), þannig að ég ætla að reyna að segja aðeins frá henni. áin er eins og nafnið gefur til kynna í svarfaðardal, það er um 30 mín. akstur frá akureyri. Svarfaðardalsá er mikil og góð sjóbleikjuveiði, slangur af urriða og einstaka lax. Bleikjan er væn og veiðisvæðin eru fimm með tveimur stöngum hvert.
Áin er vinsæl og það þarf að panta veiðileyfin með fyrirvara. Upplýsingar í næsta Ferðakaffi eða hjá Norðurferðum.Óshólmasvæði árinnar er friðland, sem er mjög vinsælt meðal fuglaskoðara og annarra, sem vilja njóta friðsældar og fegurðar svæðisins. Gistimöguleikar eru allmargir eins og sést í ferðavísinum fyrir Dalvík. Veiðileyfissala er hjá Olís á Dalvík. Það svæði sem mér hefur alltaf þótt best og mesta og skemmmtilegasta veiðin er svæi TVÖ. Þess má geta að ég fer laugardag og sunnudag um næstu helgi að veiða þar og st Veiðitölurnar hingað inn á mánudag eða þriðju dag
Kristján Karl Steinarsson