Veiðivötn klikka aldrei ég fór í vötnin um helgina og það gekk allbærilega.Við komum á föstudeginum kl 2 og gerðum okkur klára fyrir veiðina.Fyrst varfarið í Hraunvötnin og ekki þurftum við að bíða lengi eftir fyrsta fiskinum. Og var hann nú til að kveikja upp í mannskapnum 6,4 pund vigtaður og skráður. Það komu skot hingað og þangað um vötnin Litli-sjór gaf að vísu minna en hann hefur áður gert en Hraunvötnin þeimun meira. það var fiskur allstaðar, hópurinn var með 92 fiska frá 2,5 og var sá stærsti vigtaður 7,2 pund.Það eru forréttindi að fá að takast á við svona fiska eins og vötnin hafa gefið undan farin ár.En vötnin eruu mörg hver mun vatns meiri en áður og gerði það sumum óleik þ.e.a.s. það voru breittir veiði staðir en það er nú bara af því góða.Sem sagt veiðivötnin stóðu fyrir sínu eins og alltaf…..
Kristján Karl Steinarsson