Ég hef persónulega mjög gaman af því að veiða. Og veiði á hverju sumri í sumarbústaðnum mínum. Og ég er oft að velta því fyrir mér hvort það séu litlir fiskar hér á Íslandi því maður er að veiða fiska, sem maður er kannski svolítið stoltur af ;) Og svo fer maður inn á netið eða eitthvað og sér mynd af einhverjum körlum og strákum (á aldur við mann sjálfann, ég er 13) með fiska sem eru um það bil 50 sinnum stærri!!!
Eru svona litlir fiskar á Íslandi, eða eru þeir svona litlir í þessu vatni sem sumarbústaðurinn minn er við!

ninas