naktar konur að selja veiðivörur, ?????? Ég var furðu lostin þegar ég las Fréttablaðið yfir morgunmatnum í morgun. Þegar ég fletti yfir á Smáauglýsingarnar sá ég auglýsingu frá veiðihorninu, það er svo sem ekkert merkilegt um það að segja, nema að það fylgdi mynd þessari grein. Á henni var nakin kona sem var greinilega bara með veiðistöngina sína og í veiðivesti.

Ég er nú ekki eins og hún Kolbrún í vinsti grænum, þar sem það má ekki sjást í hálsmál á kvennmanni öðurvísi en það það sé klám, ég hef meira að segja oftast gaman af því að sjá fallega kvennmannslíkama.

En ég get með engu mögulegu móti tengt veiðistöng við hálfnaktar kellingar. Ég er nú enginn veiðisportisti, en ef ég vissi ekkert þá mætti halda af þessari auglýsingu að, veiðisportið væri lítið annað en einhverskonar bræðraband yfir súlustaði sem væru staðsettir úti á landi fyrir einhverja gifta kalla sem vildu ekki að aðrir vissu hvað þeir væru að gera.

Ég get alveg séð samlíkingu á því að sjá hálf naktar konur í auglýsingum á fötum, syirtivörum og þess háttar. En VEIÐI!!!…
Sko þú getur ekki fundið meira hard core kalrasport en veiðimensku, þetta er algjört frumbyggjasport, sport sem að karlar hafa stundað um öræfi alda. Ég get ekki séð fyrir mér að margir kvennmenn stundi þessa íþrótt ef íþrótt skyldi kalla (og byðst ég velvirðingar ef ég hef móðgað einhverja kvennmenn með því að segja þetta.) en ég get ekki trúað öðru en að að kvennmenn séu í mesta lagi 10% af veiðimönnum landanns. Og því síður að þær séu að spranga um naktar í veiðivestinu sínu í jökulköldum ánum okkar á klakanum.

Ég heiti því hér með af ef einhver veiðimaður rekst á svona kvennmann við sprotiðju sína. þá skal ég éta skónna mína.