ég var á gæs með honum pabba mínum og við vorum ekkert búnir að ná neinu. gæsirnar lentu ekkert inn í gervigæsirnar og við þurftum að skríða eftir skurði til að ná til þeirra en engin veiði enn.

Svo lenti hópur einhversstaðar í burtu og pabbi skreið í áttina. Á meðan hann var á leiðinni í skurðinn komu tvær gæsir á lágflugi yfir holuna þar sem ég var. Pabbi lagðist niður og fylgdist með, önnur fór en hin sneri við og sveif bara þarna beint fyrir framan mig í svona 5-6 metra færi. Hún bara hoveraði þarna í nokkra stund meðan hún litaðist um eftir einhverju, ég horfði bara á hana alveg í shocki afhverju hún fór ekki eða lenti.

Þá sá hún mig… hún hallaði sér og byrjaði að færast frá, ég reif upp gömlu pumpuna og fretaði bara í áttina að fuglinum.
grei fuglinn bara lagði hausinn aftur á bak snerist á bakið og féll til jarðar þessa 1-2 metra.

Pabbi kom skokkandi til baka kallandi “GÓÐUUUR” ég brosti út að eyrum og pabbi sagði mér að hann hefði haldið að gæsin hefði sest á hausinn á mér eða eitthvað en sagði mér síðan að ná í gæsina.

Ég fór að ná í gæsina og tók hana upp, hún var alveg steindauð, (well duh, hún hefði átt að fara alveg í hönk á þessu færi) og frekar heil samt. Á leiðinni til baka benti pabbi mér á hálsinn á henni, ég leit þangað og sá að hálsinn hékk saman bara á nokkrum sinum og skinntætlum. Ég hafði grísast til að skjóta hana í hálsinn. Tók svo eftir mænu á handskanum mínum.

Seinna um þessa helgi vorum við að skera bringurnar úr gæsunum og ég skar mína… 1 hagl hafði farið alveg efst í bringuna á gæsinni en annars var hún alveg heil (bringan á ég við).