Svartfugla skitterí Jæja ég ætla nú að reyna að hafa þetta ekki of langt en ég ætla að segja þegar ég og pabbi minn fórum á svartfugla skitterí í Eyjum (þar sem ég bý). Jæja við fórum á tuðrunni sem er 8 manna Narvail held ég og það er 60 hp Mercury motor á henni sem er bara hinn fínasti mótor, 8 menn eiga tuðruna og er pabbi minn einn af þeim.
Vil slökuðum henni niður í sjó á bryggjuni og draslið sett í, svo er ekkert annað að gera en að bruna út á sjó og farið vestur um (þ.e.a.s til vinstri þegar farið er útúr höfninni). Það var smá urgur þegar við vorum að fara út en þegar við komum fyrir aftan Heimaklett var það fínt, svo spíttuðum við vestur og stefndum á Smáeyjar en þar ætluðum við að reyna að skjóta eithvað.
Þegar við komum var ekki mikið að sjá en við sáum samt aðra tuðru eithvað vera að skjóta þarna dáldið í burtu og svo var Landhelgisgæslan þarna eithvað að snuðrast líka. Jæja þegar þangað er komið tek ég við stýrinu og pabbi fer að græa haglarann sem er einhver tyrknesk hálf-sjálvirk (ekkert það dýr því það er ekki hægt að vera með 100.000 kr halglara útá sjó og missa hann svo í sjóinn =/ ).
Jæja þá er bara að finna fuglinn, keyra uppað honum og plaffa á hann sem gekk því miður ekki vel því fuglinn var óvenju styggur enda líklegast búið að vera skjóta dáldið mikið á þessum slóðum. jæja þá er rennt upp að fyrsta fuglinum og skotið á en ekki hitti hann pabbi nógu vel enda svolítill veltingur (einsog þið getið ímyndað ykkur er ekki það þægilegt að vera að skjóta á lítilli tuðru) en jæja hann kafaði, og víst hann verður að koma upp til að anda þá biðum við bara rólegir í svona 30-50 sec og þá kom hann upp nálagt tuðruni og pabbi nær góðu skoti á hann og ég renní upp að honum og pabbi húkkar hann uppí.
Svona gekk þetta í svolítinn tíma þarna á þessum slóðum en það var mjög erfitt að nálgast fuglinn því hann var svo styggur en jæja við rétt náðum í soðið (7 fulgar) bæði langvía og hringvía (sem eru MJÖG líkar, eini munurinn er að hringvían er með hvíta rönd líkt og gleraugu, í kringum augun) en svo nentum við þessu ekki og það var vandamál með byssuna því hún var hætt að henda úr sér (sko henda skotunum frá sér) og jammaði eitthvað svakalega og eitthvað útkasts-dót brotnaði en það var nú samt hægt að skjóta og við náðum 4 fuglum með byssuna þannig.
En jæja eftir þessa 7 fugla ætluðum við aðeins að kíkja á Suðurey sem er ein af eyjumum í kringum Vestmannaeyjar (þarsem ég og pabbi minn erum í lundaveiðifélagi) til að sjá hvort það væri eitthvað hægt að fara í hana þótt við ætluðum nú ekki upp í hana, því það er ósköp leiðinlegt að komast upp í hana en jæja það var nú ágætt og tókum við hálfhring í kringum hana og sáum þar á meðal súlu uppí svartfuglabæli (þarsem svarfuglinn verpir) og varð pabbi steinhissa á þvi,
Þá ætluðum við nú að fara að renna heim og fórum við sömu leið til baka og við komum og fórum rétt framhjá Landhelgisgæsluni sem hefur verið að mæla eitthvað þarna vestan við Heimaey en svo komum við heim og hífðum við bátinn upp og fórum með hann í bráðabirgða skúrinn meðan það er verið að vinna í húsinu sem nokkrir félagar í Suðureyjarfélaginu eiga og þar ætlum við annars að geyma bátinn. ætli maður þurfi ekki að fara að reita og svíða á morgun þá (sunnudagurinn 27/4) þannig að þetta verði klárt í pottinn.
og hana nú !…