Jæja, þá er komið að því að ég hef ákveðið að láta gamlan draum verða að veruleika, ég ætla sum sé að fara að drífa mig á skotnámskeið og afla mér réttinda til byssueignar og veiða. Ég hef verið í stangveiðinni undanfarin ár og stefnt að því að bæta skotveiðinni við, gera þetta að heils árs sporti svo maður þurfi ekki að naga neglurnar allan veturinn af veiðileysi heldur geti bara drifið sig út og skotið.

En það sem mig langar að fá ráðleggingar við er kaupin á fyrstu haglabyssunni. Ég hef oft rætt þetta við félaga mína og þeir eru ekki allir á sama máli, sumir segja pumpu en aðrir Y/U og sumir þeirra eiga pumpu en aðrir Y/U. Mig langar sum sé að spyrja ykkur um hvort maður ætti að velja, og þá ekki bara af því að þið völduð þannig heldur einhver rök með eða á móti, hverjir séu kostirnir og hverjir eru gallarnir.