jæja þá er veiðitímabilið rétt að skella á og farið að hlakka í mönnum ,, skellti mér um daginn upp að Vífilstaðavatni ákvað að láta vöðlurnar vera,,, heldur kalt var í veðri en ég og 2 félagar mínir örkuðum þetta áfram og byrjuðum austan megin við vatnið .
Nei ekkert að fá þar þannig að við rólega færðum okkur vestan megin við vatnið.
(löbbuðum frá austri til suðurs og síðan komum við vestan megin á vatnið)
Þegar þangað var komið orðir rennblautir ákváðum við að stoppa aðeins og borða , en jæja eftir matinn reynum við stundarkorn en nei ekkert að fá svo við löbbum við örlítið lengra komnir akkurat hinu meginn við vatnið þá kasta ég út mobútó flugu nr. 12 með bleikt tail og kúluhaus og já þetta er 1,5 punda bleikja frekar feit og falleg ,, fiskurinn var illa tekin en landaði ég kvikindinu samt en hann var ekkert særður þannig að ég sleppti honum sá var feginn frelsinu og fengum við ekkert meira þann dag

p.s (tek vöðlurnar með næst)

Hilz Tommi