Það vill svo skemmtilega til að ég er að reyna að skilgreina hvað er fluguveiði. Ég þykist nú vita hvað fluguveiði er, en ég hef sjálf aldrei farið í þannig veiði. Eina veiðin sem að maður hefur smellt sér í er bara gamla og góða silungaveiðin með ormi eða spún. Það hefur nú verið þrælskemmtilegt. En nú er ég að pæla mikið í þessu því að ég hef undanfarið verið að gera ritgerð fyrir fyrirtæki heima, ekki um fluguveiðina sjálfa heldur um markaðinn í kring. Ég myndi ólm vilja prófa þetta, þannig að ég er með slatta af spurningum áður en ég prufa. Er ekki alveg á því að fá æði fyrir einhverju sem að ég hef kanski ekki efni á að vera að stunda.

Það væri nú ágætt að vita að ef að ég ætlaði að skella mér í veiði, hvert ætti ég að snúa mér og hvað er ca. verðið á veiðileyfi. Hvar finnst ykkur best að fara og hvað eruð þið lengi í hvert skipti.

Ef að ég ætla að koma mér upp búnaði fyrir fluguveiði, hvað þarf ég að fá mér, og hvað er ca. kostnaðurinn við að koma sér upp standard startbúnaði.

Það væri virkilega gaman að heyra í ykkur, svona hvað þið mynduð mæla með að gera. Á maður að skella sér í þetta????

Mekara