Mig langaði að vekja athygli ykkar veiðifólks á Sjóstangaveiðifélagi Reykjavíkur. Núna fer að styttast í að tímabilið hefst hjá okkur sjóstangaveiðifólki en fyrsta mót ársins er dagana 25 og 26 apríl næstkomandi.

Sjóstangaveiði er eitthvað fyrir alla og eru keppendur á aldrinum 18 til 91 árs. Til að taka þátt í einhvrjum af þeim 8 mótum sem haldin eru á hverju sumri þarf einfaldlega að ganga í eitt félag af þessum 8. Þegar að það er búið þá geta þeir sem skráðir eru í eitthvert félag skráð sig í mót á vegum þessara félaga. Allir sem eru skráðir á landinu fá sent til sín bréf 3 vikum áður en mót fer fram þar sem allar upplýsingar um mótið koma fram.

Það félag sem heldur mótið sér um að halda mótið sér um að redda bátum og nesti fyrir alla þá sem eru skráðir til leiks. Hver og einn verður svo að sjá um að verða sér úti um gistingu á viðkomandi stað.

Hver veiðimaður/kona þarf að eiga sýnar veiðigræjur, galla og annann þann útbúnað sem þarf til að stunda sjóstangaveiði.

Nánari upplýsingar eru á www.sjorek.is

kveðja
Ajaxultra
Kveðja