Ég Shearer ásamt tveimur vinum mínum höfum smitast að veiðidellunni. Við vissum um á í grendinni við þorpið okkarsem við bjuggum í. Við löbbuðum að stað. Eftir 1 klst. vorum við komnir á áfangastað. Ég var með venjulega veiðistöng en þeir flugustöng. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að við vorum þarna í óleyfi. Þetta var laxveiðiá og við gleymdum að borga í hana.
Við héldum áfram að veiða og loks fékk ég einn flottann Maríulax. Svo gekk þetta koll að kolli og að endanum var ég kominn 15 silunga og þeir sinhvora sjö. Við löbbuðum að stað heim en sáum þá eigandann ásamt lögreglu koma á móti okkur. þeir tóku af okkur allann fiskinn. “Við ætlum að gera þetta upptækt” sagði lögreglan. Við fórum niður að lögreglustöð og það var tekin skýrsla. Loks máttum við fara. En þetta var bara lognið á unadn storminum. Eftir viku fengum við sendan heim gíróseðil sem við þurftum að borga. Heilar 56 þúsund kr. hvor. Öll sumarlaunin mín fóru í þetta og ég og vinir mínir fórum aldrei aftur í þessa á.

Shearer.