Mér finnst gaman að kíkja hér inn og skoða það sem menn hafa fram að færa. það hefur verið af skornum skammti undanfarið og því ætla ég að reyna a ðbrydda upp á einhverju.

Ég hef farið nokkrar ferðir hér fyrir vestan, nánar tiltekið í ísafjarðardjúpi og þar í kring. Eftir því sem ég kemst nærst af samtölum við menn hér vestra er veiðin síst minni en undanfarin ár. Það er þó erfitt að meta það, samkvæmt svona óvísindalegum mæliaðferðum.

Ég er sjálfur búinn að fá 5 stk, fyrst eina, svo fjórar, en tvær síustu ferðir hafa verið fýluferðir. Allar þessar rjúpur hef ég fengið hátt, í ca. 250-350m.

Ég fór um síðustu helgi á steingrímsfjarðarheiði, sem hefur verið vinsæl hjá veiðimönnum, bæði vestan og sunnan heiða í gegnum árin. Þetta var mín fyrsta ferð þangað, og sjaldan hef ég séð “rjúpnalegra” svæði, en samt engin rjúpa. félagar mínir fengu þó 15stk yfir helgina, en fyrir 5 menn er það ekki mikið.

Jæja, þetta eru semsagt mínar ferðir í haust.

jonpall