mér datta þessi punktur í hug þegar ég var að skrifa áðan.

Það er varðandi hlutverk karrans í að vernda kvennrjúpuna. Ég man eftir að fyrir nokkrum árum var ég á ferðalagi fyrir norðan og fór í skoðunarferð í Hrísey. Það var okkur trillað um eyna á vagni sem var dregin af traktor. rétt fyrir utan bæinn ókum við framhjá túni, sem var alsett djúpum þúfum. Þetta var að vorlagi og var rjúpan að verpa akkúrat á þessum tíma.

Alloft á meðan við ókum framhjá þessu túni hoppaði éin og ein rjúpa upp á milli þúfnanna og stóð bíspert uppá þúfunni, þar til við vorum komin framhjá. Ég spurði leiðsögumannin á hverju þessu stæði og hann sagði mér að þetta væri karrinn að “fórna” sér fyrir kvennsjúpurnar sem hann héldi undir sínum verndarvæng.

Þegar hætta steðjar að, eins og t.d. fálki, þá fórnar karrinn sér og hoppar í dauðan, til þess að kellingarnar fái að lifa og ala sín afkvæmi, þannig eru meiri líkur á viðgangi stofnsins.

Þetta gerist líka þegar þú ert á veiðum. Margir okkar hafa lent í því að þeir sjá rjúpu sem stendur grafkyrr, jafnvel uppi á steini. Þegar hún er svo skotinn, fljúga nokkar í viðbót upp. Þetta var semsagt karrin sem s´tor uppi á steininum og var að “fórna” sér fyrir kellingarnar.

Ég lendi í þessu í vetur, þar sem allt í einu að rjúpa hoppaði rétt fyrir framan mig uppá á stóran stein. Ég stoppaði aðeins áður en ég skaut og kíkti í kringum mig. Það var einmitt svo að þetta var karri með 2 kellingar með sér. Ég vissi því af tveimur til viðbótar sem myndu fljúga upp þegar ég skaut karrann. ég var með tvíhleypu, og náði annarri kellingunni starx í nærsta skoti á eftir kallinum. gaman :)

jæja, þetta var nú allt og sumt. ég vil nú taka það fram að ég er enginn afburðaveiðimaður. ég byrjaði að skjóta fyrir 3 árum og fer aðeins 4-8 ferðir á ári. mér finnst hinsvegar gaman að lesa mér til um þetta og þetta var eitt af því.

jonpall