Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá er kominn nýr kubbur inná /vefsidugerd sem ber heitið “VEFFORRITUN OG SMÍÐAR”.

Þar munu ég, braniac, moose og valdir notendur geta skrifað tutorials / sniðuga kóða sem tengjast vefforritun eða vefsmíðum. (Þegar ég segi vefsmíðar þá meina ég html og css.)

Ef þið hafið áhuga á að fá aðgang til að skrifa inná þennan kubb, endilega sendið mér eða öðrum stjórnendum einkaskilaboð.

Ef þið hafið einhverjar hugmyndir um hvernig megi betrumbæta áhugamálið þá megið þið líka endilega hafa samband við okkur.