Nú er komið að því að stofna SVEF, samtök fólks sem vinnur að vefmálum í víðum skilningi. Vinnuheiti samtakanna er “Samtök vefiðnaðarins” og stofnfundur verður haldinn kl. 19:30 miðvikudaginn 14. desember næstkomandi í húsnæði Íslandsbanka að Kirkjusandi (gengið inn um aðalinngang).

Markmiðið með stofnun samtakanna er að efla íslenskan vefiðnað og samfélag þeirra sem starfa við hann, hvetja fólk til að miðla af þekkingu sinni og vera andlit stéttarinnar út á við. Við vonumst til þess að á stofnfundinum komi fram góðar hugmyndir um það hvernig við getum náð þessum markmiðum með sem bestum hætti.

Dagskrá fundarins er sem hér segir:
* Stofnsamþykktir bornar undir fund.
* Kosið í stjórn samtakanna.
* Gestafyrirlesari: Hjálmar Gíslason segir okkur frá þróun Emblunnar hjá mbl.is.
* Almennar umræður.

Íslandsbanki ætlar að bjóða upp á léttar veitingar á staðnum.

Fundarstjóri er Jón Ingi Þorvaldsson, forstöðumaður netþróunar hjá Íslandsbanka.

Undirbúningsfólk SVEF
svef@svef.is
Haukur Már Böðvarsson