Mér datt í hug að deila með ykkur vinnuaðferð sem ég nota mikið við nafngiftir á CSS.

ég hef venjulegar body,td,a og eitthvað svoleiðis að sjálfsögðu, síðan þegar ég er byrjaður á nánari til dæmis <td> reglum svo sem

td.BlackBorderTop{
border-top:#000000 1px solid;
}
þá gef ég þeim nafnið

td.tdBlackBorderTop{
border-top:#000000 1px solid;
}

semsagt set inn auka td svo að það sé auðveldara fyrir mig þegar ég er inní kóðanum og þá veit ég að þetta hefur kannski eigindin af td.

sama gildir með a tög

a.aTravis{
text-decoration:underline;
}

síðan eru það custom styles, s.s þá classa sem ég nota á allt sem er ekki sér fyrir hvert tag.

í stað

.CustomClass{
font-size:10px;
}

þá geri ég

.cCustomClass{
font-size:10px;
}

c stendur fyrir custom.

Þetta er aðferðafræði sem ég hef þróað og líkar mjög vel, mér hefur fundist þetta mjög þægilegt við aðstæður þegar ég kem inní kóðann eftir kannski 2 mánuði og eina sem ég sé er kannski classa sem heitir “Travis” og ég veit í raun ekki í hvað ég hef notað hann í áður.

hvernig lýst ykkur á þessa fræði mína?
Haukur Már Böðvarsson