Það hefur breyst svo mikið allar heimasíðugerðir. Allar vinsælustu síðurnar eru gerðar í einhverjum skrítnum forritum. Ágætissíður allt saman en það er svo skrýtið að ekki er hægt að lesa síðurnar hvorki í ASP né HTML. Hvað er í gangi? Núna kemur “ ” skipunin í hvert skipti sem kemur bil og einhvern veginn er blandað saman ASP, HTML og öllum texta skipunum sem eru til. Þegar netið var að stíga sín fyrstu skref var hver og ein einasta síða gerð úr HTML. Bara mynd efst,slá, texti og svo framvegis. Svo er nýjasti vafrinn eða ekkert. T.D. http://www.tilveran.is, þar kemur bara merki um of gamall vafri skiptu strax og svo slóð á nýrri vafra.