Sælir / Sælar

Ég er í stökustu vandræðum. Þannig er mál með vexti að ég er að skrifa COM hlut, eða réttarasagt WSC hlut (Windows Scripting Component). En í hvert skipti sem ég bý til eintak af honum í asp síðunni minni fæ ég upp:

Server object, ASP 0177 (0x8007000E)
Ran out of memory

eða

Microsoft JScript runtime (0x800A0007)
Out of memory

Þannig að ég er búinn að prófa bæði VbScript og JScript.

Sem stendur gerir þessi hlutur ekkert annað en að skrifa út “bleh”, ég lét hann implementa ASP library-ið, þannig að það er allt í gúddí, hann nær hvort sem er ekki það langt, þvi að hann stoppar alltaf á

set obj = eða var obj =

Það eina sem virðist virka er að restarta tölvunni (ekki nóg að restarta IIS) og þá virkar þetta í svona 30 sec en þegar ég refresha eftir það þá kemur upp, out of memory dæmið.

Hefur einhverja hugmynd um hvað gæti verið að?

Þetta er á fartölvunni minni sem keyrir á XP Pro, IIS 5.1, Microsoft Scripting Engine 5.6, ASP 3.0, ADO 2.7

Allt þegið……ég er desperate

<br><br>ask | <a href="http://bergur.is“ target=”_blank“ style=”text-decoration:none;">bergur.is</a