Undarlegt að spyrja hérna, en þeir sem nota Mozilla eitthvað, ættu að sjá að Hugi er dálítið messy í Mozilla. Ég er að nota Mozilla M18.

Allir vefir sem ég skoða í Mozilla virðast alveg réttir, nema einmitt Hugi. Ég hef prófað að líkja eftir kóðanum sem brenglast, og er hann í lagi, nema þegar hann er á Huga. Til dæmis ef þið farið á http://www.hugi.is/vefsidugerd/korkar.php, sjáið þið að línurnar sem eiga að vera einn pixel á hæð, eru þú'st… 20 eða svo. Það er eins og CELLPADDING eða CELLSPACING komi alltaf sjálfkrafa, þó að þessar töflur séu stilltar á 0 hvað varðar hvort tveggja.

Kenning mín er að þetta sé CSS-böggur í Mozilla, en kannast einhver við þetta? Þetta gerist ekki í IE, Netscape 4.X, Konqueror eða Opera.