Það er tvímælalaust skynsamlegt að kíkja á HTML kóða eftir því hvernig aðrir gera hann.

Hinsvegar er rétt að fara rétt að því nú á dögum.

Í dag kemur fyrir að menn búa til mjög flókinn, og vægast sagt ljótan HTML kóða. Því myndi ég mæla með því að menn notuðu einhvern messed up ógeðslegan vafra eins og Netscape til að finna síður sem eru með réttum kóða… síður sem eru mjög einfaldar, og skoða sourcinn af þeim. Það sem gerist mjög mikið í dag er að menn eru að skoða einhvern SJÚKAN HTML kóða (t.d. á hugi.is), sem fer ekki beinlínis vel í byrjendur.

Við “gömlu kallarnir” verðum að hafa í huga að þegar við byrjuðum að fikta í HTML voru ekki til Satanísk tæki eins og FrontPage, sem bjuggu til viðbjóðslegan kóða, né heldur voru almennt það margir í þessu, svo að þær síður sem voru á Netinu, voru tiltölulega rétt skrifaðar.

Það sem mér finnst stórlega vanta er Íslenskur vefur sem ber leiðbeiningar í HTMLi. Kannski maður skjóti einni slíkri upp. Það sem þarf til að skilja út á hvað HTML gengur er ekki jackshit.