Nú hef ég í þó nokkurn tíma reynt að setja form inn á heimasíður. Hefur það verið allt frá mailing-listum til skoðanakannana en þó hef ég alltaf lent í veseni með eitt. Ef að ég set inn í <action> mailto: skipun og prófa svo að nota síðuna í minni eigin tölvu lendi ég ætíð í því að annaðhvort Outlook eða Internet Wizard kemur upp (eftir því hvaða <post> týpu ég nota). Hins vegar lendi ég ekki í þessu ef ég skrái mig á mailing lista á öðrum vefsíðum. Getur einhver sagt mér hvað er að?