Ég er að senda email með mail( ) fallinu í PHP.
Ég fann á php.net síðunni headers sem á að nota til að senda HTML formataðan póst… þeir voru svona:

$headers = “MIME-Version: 1.0\\r\\n”;
$headers .= “Content-type: text/html; charset=iso-8859-1\\r\\n”;

svo þegar ég sendi póst geri ég svona:

mail ( $vidtakandi, “Subject lína”, $skilabod, “From: eg@bleh.is”, $headers );

Í breytunni $skilabod eru skilaboð sem innihalda link á vefsíðu… t.d. http://www.mbl.is, en þegar ég reyni að formata linkinn með a href='www.mbl.is' target='_blank' þá breytist það ekki í HTML heldur stendur óbreytt í bréfinu…

Það sem mig langar til að gera er að hafa link í emailinu sem opnast í nýjum browser glugga… ef ég skrifa beint inn http://www.mbl.is þá er linkurinn virkur en ef ég smelli á hann þá opnast hann í einhverjum af browser gluggunum sem eru nú þegar opnir…

Veit einhver hvernig maður getur fundið út úr þessu… þeas. hafa link í emaili sem opnast í nýjum glugga