Ég var að velta einu fyrir mér. Ég var að hanna smá vef (sem er hannaður fyrir 800x600) og ég þarf að koma honum á prentvænt form en ef ég reyni að prenta hann (bara úr IE) þá kemur hann hálf bæklaður… það er, ein síða í IE verður á tveimur á blaði (ef þið skiljið hvað ég er að meina) og sumt bara vantar í prent útgáfuna. Er þetta eitthvað problem með html-ið eða ???? Ég er frekar forritari en grafík maður þannig að ég veit ekki hvort að maður verður að spá eitthvað í þessu upp á að geta prentað.
Öll ráð væru vel þegin.