Ég er búinn að vera að dunda mér við það að búa til vefsíðu til að hafa á desktoppinu á tölvuni hjá mér. Ég losaði mig við öll icon og ætlaði að hafa bara linka inn á það sem ég nota mest.
Þetta byrjaði svo sem vandræða laust. Ekkert mál að gera linka á möppur og svoleiðis. En núna er ég að brasa við að gera linka á exe skrár og svoleiðis. Alltaf þegar maður smellir á þá kemur “do you want to run from current location or download” dæmið. Er einhver leið að losa sig við þetta.