Ég hélt þetta mundi ekki gerast svona fljótt en php er meira og minna komið inn í WYSIWYG pakkann hjá dreamweaver. Ef þú ert með trióið ógurlega apache, mysql, og php sett upp þá er ekkert mál að smella saman dynamic síðu í dreamweaver mx. Ég trúði bókstaflega ekki mínumn eigin eyrum þegar ég heyrði að þetta væri hægt í fyrstu en þetta er víst hægt!
Ég setti saman heilt fréttakerfi á innan við 5 mín. Auðvitað er kóðinn frekar asnalegur en hann svínvirkar. DW MX php stuðningurinn er frekar góður og má þar nefna að dreamweaver styður cookies og session mangagement í php. Það er lauflétt að bæta inn “update form/instert form” sem tengist mysql. Ég nenni eiginlega ekki að útskýra hvernig þetta er allt gert en macromedia has done it once again.
ég komst yfir ultradev pakkann gamla en hann var einfaldlega of flókinn að mínu mati. Þetta system virðist MUN auðveldara og rennur saman við nýja interfacið hjá þeim.<br><br>Undirskrift: Materialistic