Ég þarf að bæta við takka á mjög simple html síður sem eru á undirmöppu á vefnum hjá mér.
Kemur fyrir þegar ég edita t.d. html skrá og refresha svo í browser að breytingin kemur ekki fram strax vegna þess að gamla síðan er ennþá í minninu.
Þá myndi mig langa til þess að bæta við refresh takka á síðuna sjálfa sem heitir t.d. “Smelltu hér til að endurhlaða síðunni” og þegar ýtt er á hann þá sé alveg klárt mál að nýja síðan kemur upp og hættir samstundis að sýna þá gömlu.
Mig vantar semsagt einhvern kóða sem væri reset takki sem gerir þetta eða þá bara hreinlega kóða sem lætur viðkomandi síðu algjörlega reloadast eins og hún væri að birtast í fyrsta skipti.

Eða…
Kóða sem ég set í html skránna sem segir þessari skrá að festa sig aldrei í catch í neinum browser og þá sé alltaf golden leið að maður getu bara ýtt á F5 og þá kemur nýja síðan upp.

Til að útskýra þetta eins vel og hægt er þá er ég með heimasíðu.
www.nafniðáheimasíðunni.is/fyrirtækjanafn og inní þessari möppu sem heitir fyrirtækjanafn sem dæmi er index.htm skrá sem þarf að uppfærast þegar ýtt væri á svona sérstakann refresh takka og það þarf að vera klárt mál að þessi refresh takki hendi út öllum fyrri gögnum um þessa html síðu.

Er þetta ekki auðvelt að gera?
Cinemeccanica