Ég hef verið að prófa mig áfram með að nota dáldið óvenjulega aðferð við að taka við gildum í urli. Í stað þess að nota þetta venjulega /sida.php?gildi=2&geldi=3 þá linka ég í /sida/2/3. Þá nota ég fítus í Apache (sem ég man ekki hvað heitir) sem áttar sig á því að þegar notandinn skrifaði sida þá átti hann við sida.php. Þá keyrist það script og notar einfalt explode() til að skipta upp $REQUEST_URI og lesa gildin.

Helstu kostnirnir eru að notendum finnst slóðin skiljanlegri

(
http://www.frjalshyggja.is/efni/pistlar/124

hljómar betur en

http://www.kleinan.is/index.php?action=spjall&UMR_ID=0&Fl=60&PHPPASessionID=7110c8c57d6c274b6fd54fd15c05e77f
)

og að leitarvélar með querystring-fóbíu (leit.is, altavista…) hika ekki við að skrá síðurnar. Á <a href="http://www.batman.is/“>Batman.is</a> hefur þetta reynst mér mjög vel enda mjög einfaldlega framsett en á <a href=”http://www.frjalshyggja.is/“>Frjálshyggju.is</a> hefur þetta valdið leitarvélum vandræðum. Þar nota ég ”base href" til að auðveldara sé að linka á milli síðnanna og er það eina einkennið sem mér dettur í hug að geti truflað leitarvélarnar. Ha.is bað m.a. um 5000 síður sem voru ekki til (sama daginn!) og margar leitarvélar virðast bara skrá forsíðuna.

Mig langar að vita hvað mönnum finnst um þessa aðferð við að taka við gildum og hvort þeir hafi hugmynd um hvað veldur þessum vandræðum á frjálshyggjunni.