Ég er að spá, er að fara að setja upp joomla vef.
Áður en ég kaupi hýsinguna og svoleiðis og lénið þá myndi ég vilja geta sett vefinn upp á minni eigin tölvu á meðan ég er að vinna í honum.

Ég kunni einusinni að gera þetta en er bara búinn að steingleyma þessu núna.
Vill semsagt geta sett vefinn upp og unnið í honum á minni eigin tölvu og líka geta tengst vefnum hvar sem er ef ég er t.d. í vinnunni og vill halda áfram að vinna í vefnum þar þó hann sé hýstur á minni eigin tölvu tímabundið.
Í góðu lagi þó slóðin sé bara ip talan/vefur eða eitthvað þarf ekki að vera einhver .is slóð á meðan ég er að þessu. Græja það síðar.

Hvað geri ég til þess að framkvæma þetta og hvernig færi ég svo vefinn yfir á hýsingu þegar hann er tilbúinn því það er náttúrlega mysql database líka og svoleiðis.
Cinemeccanica