Halló. Ég er að fara að setja upp minn fyrsta vef bráðum en kann lítið sem ekkert í vefsmíðum. Ég er búinn að ná mér í vefsmíðahandbókina hans Gunnars Grímssonar, sjá http://where.is/gunnar/ og lýst nokkuð vel á upplýsingarnar þar.

En það fyrsta sem að ég er ekki viss á er hvort ég eigi að smíða fasta (static) síðu eða Dreamweaver síðu með templates. Ég ætlast ekki til þess að síðan verði fullkomin og í rauninni væri gott ef hún væri nokkuð einföld. Er Dreamweaver þá ekki málið? Takmarkar Dreamweaver möguleika vefsins mikið? Neyðist ég t.d. til að hafa hólf á ákveðnum stöðum á síðunni?