Hæ.
Ég er að nota js autosuggest á einni síðu. Það er eitt sem er að bögga mig soldið, og það er hvernig notendur geti látið gluggann hverfa. www.apple.com er með þetta mjög sniðugt, ef maður smellir á eitthvað fyrir utan gluggann, þá hverfur hann.

Hjá mér, eins og er, þá er eina leiðin til að losa sig við leitarniðurstöðurnar að stroka út það sem búið er að skrifa.

Fyrir þá sem vita ekki hvað ég er að tala um http://www.javascript-examples.com/autocomplete-demo/

Annars, já, ég væri alveg tilbúinn að sætta mig við ‘loka’ takka til að láta þetta hverfa, held bara að apple.com leiðin sé betri.