Jæja núna er maður búinn að vera að sökkva sér í smá klasa-lærdóm, og þá vaknaði spurning, hvað getur maður notað þetta í? Hvar er þetta betra en annað, og hvernig get ég notað klasa best?

Þessu pældi ég mikið í en er bara fastur, maður er alltof seinn á sér að fara að læra að nota klasa almennilega, og mig grunar að það sé að hluta til ástæðan fyrir að mér dettur bara ekki í hug hvað ég get notað þetta í.

Þá spyr ég, eins og fyrir ofan, hvað getur maður notað klasa í? Flottast er auðvitað að fá “real life” dæmi um hvað menn eru að gera :)