Jæja gott fólk. Ég var að ljúka við að lesa pósta frá hinum ýmsu aðilum um einmitt PHP, ASP og SQL. Sumir predika ASP og aðrir PHP.

En það sem margir vita kannski ekki er að það eru til fleiri server-side scripting mál sem henta einkar vel fyrir dynamic content.

Undan farnar vikur og mánuði hef ég smátt og smátt verið að kynna mér forritunarmálið JSP (Java Server Pages). Þetta getur gert allt það sem PHP & ASP getur, og meira til. JSP kóði er í eðli sínu Java kóði, eins og nafnið gefur til kynna. Þannig hef ég aðgang að öllum Java klösum sem mér dettur í hug, og er það orðið nokkuð stórt og öflugt safn.

En það sem skilur kannski helst JSP frá hinum málunum, er það að það er mjög auðvelt að aðgreina dynamic kóðann frá HTML kóðanum. M.ö.o. þá er óþarfi að vera með einhverns lifandis helling af kóða inni í hverri síðu. Það er hægt að láta nær alla vinnslu gerast bak við tjöldin.

Einnig býður JSP upp á svo kölluð “custom tags”, þ.e.a.s. að þú getur búið til þín eigin tög, sem lýta mjög svipað út og HTML tög.

Núna eru kannski einhverjir sem undra sig á því hvaða tilgangi þetta þjónar. Jú, í stærri verkefnum er oftast hópur af fólki sem forritar. Hérna er hægt að láta forritarana gera Java klasana, og JSP tögin, og þá þarf vefarinn (HTML) ekki að hafa neinar áhyggjur af kóða sem hann/hún skilur ekki, enda allt í tögum.

Með því að nota þessa aðferð í stærri verkefnum er hægt að spara þúsundir lína af kóða, svo ekki sé minnst á þann gríðarlega tímasparnað sem á sér stað.

Reyndar er ég mjög hrifinn af því að nota PHP í lítil, eins manns verkefni.