Ég er aðeins byrjaður að nota Microsoft Expression Web sem er í rauninni bara Front Page 2007… Ég er núna að reyna að setja upp einfalda síðu og er búinn að gera upphafssíðuna að mestu leiti allavega svona til að byrja með. Spurningin er hvernig ég á að tengja forsíðuna við undirsíðurnar þ.e.a.s. að eins og t.d. hérna á huga.is þá er þetta hérna efst þar sem bannerinn er og það allt og þetta hérna til vinstri þar sem maður getur valið hvert maður ætlar að fara en ég er að pæla í hvað ég get gert til þess að það sé alltaf uppi eins og það er á flestum vefsíðum þ.e.a.s. að ég klikka ekki á eitthvað og þá verði síðan bara eins og ég sé kominn á aðra vefsíðu sem á þá að vera undirsíða.

Veit að þetta er allgjör aula spurning.

En er þetta ekki annars þannig að maður byrjar á því að gera síðuna bara eins og það sé ekkert annað á henni og síðan gerir maður eitthvað til þess að hún komi svona í miðjuna á aðal síðunni (sem ég kann ekki) ???

Kveðja.