Ég var að spá eitt í sambandi við forms.

Mig vantar að geta haft tvo submit takka, einn sem samþykir og annan sem lætur notandann fara til baka og endurskoða það sem hann sló inn.

Ég sé ekki að það komi málinu endilega við en ég nota php í síðuna sjálfa, bara svona að hafa allar upplýsingar á hreinu ef þess þarf.

En allavana, hingað til hef ég alltaf notað hidden field sem heytir submitted með value TRUE eða svipaðar lausnir, ég skil ekki allveg fullkomlega hvernig er hægt að láta takkana tvo fá mismunandi útkomur, fyrir mér er submitta þeir bara upplýsingunum innan <form>.

Fyrir þá sem skilja mig ekki allveg þá er ég beinlínis að tala um svipað dæmi og er þegar þú skrifar svar hérna á huga, endurskoða og áfram takkarnir. Ég skoðaði auðvitað sourceið en ég varð raunar engu vísari við það.
Palli Moon