Ég hef tekið eftir því að það browserar geyma bæði css og bakgrunnsmyndir í css í langan tíma og þarf að refresha nokkrum sinnum til þess að fá brower til að sækja nýtt. Þetta er svo sem gott að blessað þar sem þetta styttir tímann sem það tekur að sækja síðu.
En nú var ég t.d. að breyta útliti síðu og enn eru nokkrir sem kvarta yfir að fá alltaf gamla útlitið. Hvernig get ég “neytt” browser notanda til þess að sækja nýtt útlit? Þá er ég ekki að tala um hvernig á að refresha heldur hvort ég get sett eitthvað inn í kóðann sem neyðir notanda til að sækja nýtt útlit.